top of page

Fordómar

HVERSDAGSRASISMI

Öðruvísi

​Húðlitur

Flóttamenn

Stjórnmál

Skilning

​Nágranni

Minnihlutahópur

Ótti

Hatur

Merkimiði

Fjölbreytileiki

Fordómar

Orðið fordómar þýðir að dæma án þess að þekkja.

 

Fordómar eru fjandsamleg eða neikvæð viðhorf til sérstaks hóps fólks sem byggist eingöngu á því að tilheyra þeim hópi. Fordómar nærast á neikvæðum staðalímyndum um einstaklinga eða hópa. Fordóma má skilgreina á þennan hátt: Einstaklingar eru dæmdir fyrir fram á neikvæðan hátt út frá staðalmynd. - þ.e. maður myndar sér skoðun út frá fyrir fram gefnum forsendum og dæmir án þess að þekkja viðkomanda (Nanna H. Halldórsdóttir, 2014). 

Hvaðan koma fordómar?

  • Ótti við hið óþekkta 

  • Fáfræði 

  • Félagsvæðing 

  • Tilhneiging til að skipta fólki í hópa 

Fordómar eru einhvers konar illmenni, andúð eða jafnvel neikvætt viðhorf sem hefur, eins og hvert annað viðhorf, þrjá grunnþætti; tilfinningaþrungna, hugræna og atferlislega. Fólk sem er drifið áfram af fordómum gerir sér almennt ekki grein fyrir því eða heldur að það sé tregt eða vantraust (Nanna H. Halldórsdóttir, 2014). Það sem þeir átta sig ekki á er að hin raunverulega orsök neikvæðrar afstöðu þeirra eru fordómar þeirra, sem er samkvæmt íslensku nútímaorðabók: harður dómur með óvild, t.d. gagnvart ákveðnum hópi manna, eða málefni (Íslensk nútímaorðabók).

Pampas Flower

Fordómar á Íslandi eru þannig að innflytjendur eru í bæjum/borgum minnihlutahópar sem eru oftar en ekki sameinaðir í samfélagslegum hópum innan þjóðernis. Meiri hluti Íslendinga halda að þessir hópar innihaldi glæpamenn. Sem dæmi hafa hatursvefsíður og hópamyndanir gegn útlendingum komið fram í kjölfari þess að fleiri innflytjendur hafi flutt til Íslands (Björg Bergsson, Nína Rós Ísberg og Stefán Karlsson, 2004).

Það er auðvelt fyrir okkur að dæma aðra. Bara vegna þess að aðrir gera eitthvað öðruvísi en við eða vilja eitthvað allt annað en við. En engin af okkur vill vera dæmdur. Svo hvers vegna erum við að gera öðrum þetta? Af hverju er svona auðvelt að flokka alla í einn poka? Við höfum öll mismunandi sögu, mismunandi forgangsröðun (Barbara S.)

​

“Before you judge me and my life, put on my shoes, walk the path of life I have walked, experience my pains, sorrows and sufferings. Endure as much as I did, fall where I fell, and get up just as I got up. Once you really get to know my story, you will have the right to judge me and my life.”

Björg Bergsson, Nína Rós Ísberg og Stefán Karlsson. (2004 ). Kemur félagsfræðin mér við?. (4. útgáfa). Reykjavík: IÐNÚ.

 

Ministerstwo Rozwoju. (e.d.). Stereotypy. Uprzedzenia. Dyskryminacja. Sótt þann 6. mars 2021 af https://www.rpo.pomorskie.eu/documents/10184/155604/Stereotypy.pdf/af8e2192-6ac2-466b-88b7-af3d8e2aefa8

 

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2014. 9.maí). Hvað eru fordómar? Sótt þann 6. mars 2021 af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61524

Viðurkenning

bottom of page