top of page

Viðtöl

Tanja Valgerður Þrastardóttir 

Tanja er 32 ára, vinnur í Grunnskóla og er þriggja barna móður,
 

Geturðu sagt okkur frá uppruna þínum og fjölskyldu?

Mamma mín er Íslensk en pabbi minn er frá bandaríkjunum. Ég fæddist á Íslandi en flutti svo til Svíþjóðar og kom svo aftur til Íslands þegar ég var 8 ára, hef búið hér síðar. Ég hef búið einungis með mömmu minni. Pabbi minn hefur aldrei búið með mér, hann býr í Svíþjóð.

 

Hvernig finnst þér samfélagið taka þér?

Mér finnst að það taki mér mjög vel, ég finn ekkert fyrir því, fyrir utan þegar það er mikið af túristum sem talar þá við mig á ensku, en maður er svo vanur því svo... En sem barn, tók ég eftir því að það var oft hrósað mann fyrir tala góða Íslensku. Þetta fór mjög oft í taugar á mér vegna þess að ég er og uppalin á Íslandi. Það var dæma mig út frá litarhætti.

 

Hefurðu fundið fyrir rasisma?

Ég myndi segja að þetta væri micro rasismi. Ég hafði aldrei fundið fyrir fordómum/hatri gagnvart mér. Mér þætti þetta vera rasismi: að ákveða, því að ég er brún tali ég ekki Íslensku, byrja að tala við mig á ensku og svo þegar ég svari til baka á Íslensku, þau eru mjög hissa að ég tali Íslensku mér finnst það vera rasismi. Þegar ég var í skóla átti ég ótrúlega góða vini og bekkurinn minn var mjög sameindur, þannig ég upplifið ekkert rasisma í skólanum. Þetta voru aðallega krakkar sem ég þekki ekki út í bæ. Ég var ekki fyrir neinu áreiti, stríðni eða neinu öðru.

 

Var kallað þig n... orð?‘

Nei, ég hef ekki upplifað það. 

 

Var fólk að spyrja þig um uppruna?
Já, og það gerist en þá, fólk sér mig og spyr mig strax hvaðan ég sé. 

 

Finnur þú fyrir breytingum á umburðarlyndi (meðvitað) fólks gegn rasisma eftir Black Lives Matter hreyfinguna? 
Ég tel að fólk hafi svo sem ekkert fundið mikið fyrir því hér á Íslandi. 

 

Hvað myndir þú segja við fólk sem eru að lenda í fordómum vegna húðlitar?  
Kannski bara að þú ert ekki einn. Það er t.d. síða á facebook “BlackLivesMatter” sem er fyrir dökkt fólk. 
 

Þessi nafn var ímyndað, vegna þess að viðkomandi vildi vera nafnlaus. 

Viðtöl

Hér fyrir neðan getið þið nálgast nokkur viðtöl sem við höfum gert við fimm konur. Þessi viðtöl tengjast rasisma og fordóma. 

​Þórunn Lilja Kemp 

Þórunn Lilja Kemp er fáskrúðsfirðingur á fyrsta ári í hjúkrunarfræðinámi, hún er að vinna á öldrunardeild á Landspítalanum í Fossvogi. Mamma hennar er frá Íslandi og pabbi hennar frá Gambíu. Hún hefur alltaf fundið fyrir því að líta öðruvísi út en hinn týpíski Íslendingur og viljum við deila sögunni hennar með ykkur í von um að veita ykkur innsýn í líf svartra Íslendinga sem finna fyrir fordómum, meðvituðum eða ómeðvituðum og þar af leiðandi gefa þér, kæri lesandi, tækifæri til að gera betur. Hér er hjartnæm saga Þórunn Lilju Kemp.

Hvernig finnst þér samfélagið taka þér?
Oftast frekar vel, en fólk er fljótt að ákveða fyrirfram að ég sé ekki íslensk af því að ég er dökk. Fólk talar við mig oft á ensku fyrirfram án þess að ég sé búin að segja nokkuð. Ég er að vinna með öldruðu fólki og rosa margir hugsa að ég sé ættleitt af því ég heiti íslensku nafni. Það hugsar ekki að ég gæti verið blönduð, það er bara annað hvort að maður er ættleiddur eða útlenskur.

​

Hefuru fundið fyrir rasisma?
Já. 100%. Fólk er rosalega fljótt að ákveða, talar ensku við mig. Fólk hefur forðast mig, eins og ég hef verið að vinna á kassa í Hagkaup í Kringlunni, þá forðaðist fólk mig oft þá með að aðstoða sig, af því það bjóst einhverju vegin við því að ég væri útlensk frekar en eitthvað annað. Foreldrar vinkvenna minna í grunnskóla voru oft mjög treg að leyfa þeim að leika við mig. Ég fann fyrir neikvæðum viðbrögðum, því að sérstaklega yngra fólk er með mikla steríótýpu hugmyndir af dökku fólki.

​

Finnst þér n.. orðið vera móðgandi?
Já, fólk hefur alveg sagt það við mig, bæði fólk sem ég þekki og fólk sem ég þekki ekki. Það er rosalega oft sem að fólk sem ég þekki finnst það mega segja allskonar hluti og líka því að fólk heldur að ég er útlensk og heldur að ég skilji það ekki.

​

Hefur fólk að spyrja þig um uppruna?
Já, það segir alltaf „Hvaðan ertu?“
Og ég segi alltaf „ég er frá Fáskrúðsfirði“
þau segja alltaf „neei, hvaðan ertu?“
„ég er frá Fáskrúðsfirði“
„nei ég meina, afhverju ertu svona brún þá?“
Er ekki nóg að segja að ég sé íslensk?

Ég er búin að búa á Íslandi alla tíð.

​

Vissu nánir vinir og ættingjar um það í hverju þú lentir?
Mamma vissi það alltaf og systir mín er blönduð líka, hún þekkir þetta alveg. Mamma sagði við mig, ekki fyrir svo löngu síðan, að þegar ég var lítil og ég var í leikskóla, var að byrja í grunnskóla þá var hún stressuð því að hún vissi að ég myndi lenda í einhverju veseni og ég var mikið lögð í einelti. Krakkar sögðu oft við mig að ég væri ættleitt því ég á hvíta mömmu og spurðu afhverju pabbi minn væri ekki heima á Íslandi. Systir mín hefur líka verið lögð í einelti vegna húðlitar, en ekki jafn mikið samt, því hún er aðeins yngri en ég.

​

Finnst þér viðbrögð annarra á kynþætti þínum hafa áhrif á sjálfsmynd þína?
Já, 100%. Ég byrjaði að tala um þetta við sálfræðing fyrir ekki svo löngu síðan. Þegar ég var lítil þá voru allir hvítir í kringum mig, ég átti enga dökka vini og allir í sjónvarpinu voru hvítir og eina dökka manneskjan sem ég vissi um var Beyoncé. Í teiknimyndum voru allir hvítir og allar dúkkur sem ég átti voru hvítar með ljóst sítt hár, meðan ég var með krullur sem ég hataði.

​

Var fólk að fikta í hárinu þínu?
ó já, þegar ég flutti til reykjavíkur þá var ég 12 ára gömul. Ég fór oft í Kringluna, þá var fullorðið fólk oft að stoppa mig til að fikta í hárinu mínu.

​

Hvernig finnst þér lífið núna?
Mér finnst lífið skárra, því að það er miklu meira umræða um Black Lives Matter og miklu meira af dökku fólki í sjónvarpinu, samfélagsmiðlum og miklu auðveldara að finna einhvern sem maður getur tengd við. En ég finn alltaf að ég sé öðruvísi en aðrir, þetta er rosalega skrýtin tilfinning.

Tanja Valgerður Þrastardóttir 

​

Tanja er 32 ára, vinnur í grunnskóla og er þriggja barna móðir.
 

Geturðu sagt okkur frá uppruna þínum og fjölskyldu?

Mamma mín er Íslensk en pabbi minn er frá Bandaríkjunum. Ég fæddist á Íslandi en flutti svo til Svíþjóðar og kom svo aftur til Íslands þegar ég var 8 ára, hef búið hér síðar. Ég hef búið einungis með mömmu minni. Pabbi minn hefur aldrei búið með mér, hann býr í Svíþjóð.

 

Hvernig finnst þér samfélagið taka þér?

Mér finnst að það taki mér mjög vel, ég finn ekkert fyrir því, fyrir utan þegar það er mikið af túristum sem talar þá við mig á ensku, en maður er svo vanur því svo... En sem barn, tók ég eftir því að það var oft hrósað mann fyrir tala góða íslensku. Þetta fór mjög oft í taugar á mér vegna þess að ég er og uppalin á Íslandi. Það var dæma mig út frá litarhætti.

 

Hefurðu fundið fyrir rasisma?

Ég myndi segja að þetta væri micro rasismi. Ég hafði aldrei fundið fyrir fordómum/hatri gagnvart mér. Mér þætti þetta vera rasismi: að ákveða, því að ég er brún tali ég ekki íslensku, byrja að tala við mig á ensku og svo þegar ég svari til baka á íslensku, þau eru mjög hissa að ég tali íslensku mér finnst það vera rasismi. Þegar ég var í skóla átti ég ótrúlega góða vini og bekkurinn minn var mjög sameindur, þannig ég upplifið ekkert rasisma í skólanum. Þetta voru aðallega krakkar sem ég þekki ekki út í bæ. Ég var ekki fyrir neinu áreiti, stríðni eða neinu öðru.

 

Var kallað þig n... orð?‘

Nei, ég hef ekki upplifað það. 

 

Var fólk að spyrja þig um uppruna?
Já, og það gerist en þá, fólk sér mig og spyr mig strax hvaðan ég sé. 

 

Finnur þú fyrir breytingum á umburðarlyndi (meðvitað) fólks gegn rasisma eftir Black Lives Matter hreyfinguna? 
Ég tel að fólk hafi svo sem ekkert fundið mikið fyrir því hér á Íslandi. 

 

Hvað myndir þú segja við fólk sem eru að lenda í fordómum vegna húðlitar?  
Kannski bara að þú ert ekki einn. Það er t.d. síða á facebook “BlackLivesMatter” sem er fyrir dökkt fólk. 
 

Þetta nafn er skáldað þar sem viðkomandi vildi ekki koma fram undir nafni. 

Anya Shaddock 

​

Anya frá Fáskruðsfirði, hefur lent í slíkum vanræðum í lífinu sínu vegan húðlits. Rasismi er daglegt brauð fyrir hana. Hér kemur viðtal við hana. 

 

1. Geturðu sagt okkur frá uppruna þínum og fjölskyldu? 

Ég kem frá Ameríku, pabbi minn er amerískur og ég er fædd í Ameríku en ég ólst upp á Fáskrúðsfirði, þaðan kemur móðir mín sem er íslensk.

​​​

2. Hvernig finnst þér samfélagið taka þér? 

Það er bara misjafnt, Mér finnst nútímasamfélagið taka fólki öðruvísi fólki betur núna, hvort sem húðlit, kynhneigð og allt svoleiðis er að ræða. Aðallega eldra fólkið á svolítið erfitt með það að ég sé dökk að hörund. 

​

3. Hefurðu fundið fyrir rasisma?

Já, það er daglegt brauð fyrir mig. Rasisminn kemur aðallega fyrir í vinnunni, sérstaklega frá eldra fólkinu en stundum jafnvel frá krökkum á okkar  aldri en það er misjafnt. Ég hef lent í því að fólk byrji strax að tala á ensku við mig en þegar ég segi við þau ,,viltu tala á íslensku við mig, ég er íslensk, ég er jafn íslensk og þú’’ þá kannski halda þau áfram að tala á ensk, eins og þau haldi að ég sé að ljúga að þeim eða eitthvað svoleiðis. Ég hef lent í því að segja þetta við einn karl sem byrjað að tala á ensku við mig „ viltu vinsamlega tala við mig á íslensku, ég er íslensk“ hann hló bara og fór á næsta kassa þar sem hvít manneskja var. Ég hef lent í því að það voru margir á kaffihúsinu sem ég vinn á og krakkar á okkar aldri byrjuðu að stafa nafnið sitt vegna þess að ég bað þá um að endurtaka það sem þau sögðu, vegna þess að það var mikið að gera í vinnunni og ég heyrði ekki almennilega í þeim. Það nýjasta var að það kom eitthvað gamalt fólk í vinnuna mína að taka pöntun, það er með grímu og ég var með grímu, þau töluðu ógeðslega lágt og þannig ég heyrði ekki í þeim, þannig ég sagði þeim „afsakið viltu segja þetta aftur“ þau tóku af sér grímuna og töluðu ógeðslega hægt svo ég sjái hvað þau eru að segja, eins og ég skilji þau bara ekki. 

Ég hlusta mjög lítið á svarta tónlistarmenn og lenti í því að hvít manneskja sagði við mig að hún væri svartari en ég vegna þess að sú manneskja hlustaði fleiri svarta tónlistarmenn.

​

4. Finnst þér “n….” orðið vera móðgandi?

Mér finnst að n... orðið er mjög móðgandi,  ég hef verið kölluð þessu orði.

 

5. Hvernig var skólaganga?

Mér fannst hún erfið þar sem ég ólst upp á Austurlandi. Mér fannst engin skilja mig, krökkum fannst fyndið stundum að kalla mig n.. orðið, ég varð reið og þeim fannst það ennþá fyndnara. Ég átti erfitt í grunnskólanum þar sem ég var öðruvísi en aðrir, ég var að ganga í gegnum persónuleg vandamál og ég lenti í einelti. Af því að ég var öðruvísi þá var ég alltaf að reyna að vera eins og allir aðrir til að passa inn í hópin, en það gekk ekki upp þannig í endanum gafst ég bara upp og var bara alltaf ein í herberginu að spila á píanó, teiknaði eða söng. Þannig mér fannst ég  í rauninni ekki eiga neina vini, mér fannst ég ekki geta treyst neinum til þess að vera vinur minn.

 

6. Var fólk að spyrja um uppruna?

Var og er, það er oft spurt mig um uppruna. Þá er ég að meina að fólkið er að stoppa mig og spyr mig: 

 „ertu frá Mexico, ertu latína“

 „Nei, ég er frá Ameríku“, 

„en hvaðan kemur þú í alvörunni?“

„ég er búin að segja það“.

 

7.Vissu nánir ættingjar þínir í hverju þú lentir?

Ekki alltaf, á endanum sagði ég þeim. Þau sögðu að það er ekki í lagi og að ég ætti að segja þeim meira og oftar frá því.

 

8. Finnst þér viðbrögð annarra við kynþætti þínum hafa áhrif á sjálfsmynd þína? 

Já, það er missjafnt. Af hverju ætti fólk að hafa viðbrögð ef við erum öll eins. Afhverju ætti það að skipta fólk máli að ég er með aðeins öðruvísi húðlit. Það að ég er aðeins dekkri en þú þýðir ekki að ég sé ekki mennskja.

​

9. Hvernig er lífið núna?

Miklu betra, ég er algjörlega búin að finna minn stað og ég er ekki jafn týnd og ég var. Hvort sem ég lendi í einhverju slæmu þá er ég með gott fólk sem styður mig.

​

10.  Finnur þú fyrir breytingum á umburðarlyndi (meðvitað) fólks gegn rasisma eftir Black Lives Matter hreyfinguna? 

Já, ég finn alveg fyrir umburðarlyndi, en hins vegar kemur upp fólk líka sem er svolítið á móti þessu Black Lives Matter, það muna alltaf vera einhverjir sem verða á móti þessu. 

​

11.  Hvað myndir þú segja við fólk sem eru að lenda í fordómum (vegna húlitar)?( Gæti hjálpað öðrum í sömu sporum….)

Ég myndi segja „ekki leyfa öðrum að stjórna þér“ vegna þess að þú ert með einhverja manneskju sem þekkir þig og veit það að þú sért frábær eins og þú ert, það skiptir ekki máli hvað þeim finnst en hvernig þú uppbyggir sjálfan þig og það að ekki leyfa öðru að brjóta þig niður skiptir miklu máli.

Mig langar að hjálpað fólki sem lenda í sömu sporum með að segja mína reynslu og gefa fólki jákvæð orð til þess að hugsa um. 

Wala Abu Libdeh

​

„Mér hefur alltaf fundist ég vera ein af hópnum. Ég tel mig vera Íslending, er gift Íslendingi og á þrjú börn. Og ég er ekki hrædd við að tala við fólk. Ég tala við alla. Ég skil hins vegar alveg þegar krakkar – og fullorðnir - koma hingað og eiga erfitt með að aðlagast því þetta er erfitt og þetta tekur á eins og skólaganga mín sýnir.“

 

Wala  Abu Libdeh var 10 ára þegar hún kom til Íslands frá Palestínu árið 1995. Wala kláraði stuðningsfulltrúanám hjá Verkmenntaskóla Austurlands og er á seinasta ári í kennaranám við Háskóla á Akureyri.

​

Geturðu sagt okkur frá uppruna þínum?

Ég kom ásamt systkinum mínum og móður í janúar 1995 og ég gat ekki byrjað strax í skóla vegna þess að það var verkfall. Í Palestínu var ég í stelpuskóla en hérna voru strákar með mér og ég var vanari miklu meiri aga. Í Palestínu mátti ég ekki horfa á kennarann og ég mátti ekki tala við hann nema með leyfi hans. Maður mátti eiginlega ekki neitt.

​

Hvernig var þér tekið af samfélaginu/bekkjafélögum sem útlendingur á þeim tíma?

Ég vissi ekkert hvað var að gerast í tímum. Ég heyrði bara samnemendur mína tala og kinkaði kolli en sem betur fer var ég fljót að læra tungumálið.

Það reyndist ekki endilega blessun því um leið og skólinn sá hvað mér gekk vel að læra íslensku voru gerðar meiri kröfur á mig. Ég kom inn í skólann í fimmta bekk og kunni enga íslensku og strax í sjötta bekk var ætlast til þess að ég lærði dönsku! Og ég get ekki neitað því að það var svolítið erfitt.

Skólinn ætlaðist til að ég yrði eins og aðrir nemendur, ég fór mjög sjaldan í sérkennslu, fór bara heim eftir skóla og lærði. Alltaf með þykka orðabók mér við hlið. Þýddi íslenskuna yfir á ensku og enskuna yfir á arabísku og reyndi svo að geta í eyðurnar ef þess þurfti. En eftir tvö ár nennti ég þessu ekki lengur

Ég vildi bara verða eins og allir hinir. Ég vildi fara út og leika mér, spila fótbolta og gera allt sem hinir krakkarnir voru að gera. Ég var ekki lengur fyrirmyndarnemandinn heldur óþekki krakkinn og nennti ekki að læra lengur. Eða ég nennti því svosem en það var bara svo fyrirhafnarsamt fyrir mig að læra það sem íslenskir jafnaldrar mínir áttu í engum vandræðum með.

 

Hvernig finnst þér námsefni í skólum?

Það þarf að einfalda námsefnið fyrir erlenda nemendur. Það á að gera sömu kröfur en það þarf að matreiða námsefnið á annan hátt. Þetta er svo erfitt þegar maður hefur ekki íslensku að móðurmáli og þetta krefst svo mikils af nemendum að hættan er sú að þeir gefist upp. Einfaldara námsefni gæti gert mikið fyrir okkur sem ekki höfum íslensku að móðurmáli.

​

Ertu með góð ráð fyrir skóla svo þau geti sinnt börnum með erlendan uppruna betur?

Við þurfum að leggja meira á okkur en aðrir til að ná sama árangri og innfæddir. Einfaldara námsefni myndi sýna viðleitni samfélagsins til að aðlagast innflytjendum en það er einmitt lykillinn að góðri sambúð fólks af ólíkum uppruna. Þetta snýst ekki bara um að innflytjendur aðlagist íslensku samfélagi. Þetta snýst líka um að samfélagið aðlagist okkur.

 

Finnurðu fyrir stéttarskiptingu? 

Ég sjálf finn ekki fyrir stéttaskiptingu, en ég séð það í kringum mig. Ég hef alltaf verið örugg með mig og ekki látið aðra hafa áhrif á mig, hvort sem það er skoðun eða móðgun. Einnig er ég mjög heppin með fólkið í kringum mig.

Ég sé alveg stéttaskipting í okkar samfélag, það eru alltaf einhverjir sem verða undir og leiðinlegt að segja að fólk af erlendum uppruna eiga það til að vera undir.

Fólk af erlendum uppruna fá minna tækifæri, hvort sem það er á vinnu markaðinn eða í skólum.

Þar sem ég er í kennaranámi þá tek ég eftir því daglega að menntakerfið okkar er ekki tilbúið til þess að taka á móti erlenda nemendur. Það vantar námsefni sem hæfir þeirra getu annars dragast þau aftur. Oftast er vel haldið utan um þau í grunnskóla en svo eru þau sér á bátið í menntaskóla, sama hvað þau eru búin að vera lengi á Íslandi. Auðvitað gefumst á því að skilja eða geta ekkert í menntaskóla og því færum við okkur yfir á vinnumarkað. Þar erum við oftast í lálaunastarfi og höfum því minna tækifæri til þess að sýna hvað í okkur býr.

 

Finnst þér að samfélagið okkar er að skipta fólk í undirflokka?

Já, ég tel að samfélagið skiptir fólk í undirflokka. Það hefur nú alltaf verið, síðan að heimurinn byrjaði. Karlmenn hafa alltaf verið langefstir og eru það enn. Konur eru búnar að berjast fyrir réttindin sín í mörg ár og eru enn að því.

Það að vera kona er undirflokkur, að vera fátækur, að vera með dökka húð, asískur, svartur. Það er margt sem breytist í heiminum okkar, en sama hvað við þróumst höldum við samt áfram að skipta fólk í undirflokka!

Rósa Sara Ingólfsdóttir

 

Rósa hefur verið fordómafull ganvart folki sem hún þekkir ekki. Hér er smá viðtal við hana. 

Hefur þú verið fordómafull?

Já, ég get sagt sögu af undanförnu ástandi...

 

Vinkona mín er nýbúin að eignast barn, ég var mjög fordómafull gegn kærasta hennar, því að vinur minn hefur sagt mér allskonar neikvæða hluti um kærasta vinkonu minnar, svo að mig langaði ekki fara þangað. Ég hafði þó áhyggjur af vinkonu minni og ákvað að heimsækja hana, ég vildi tékka hvort hún þurfi ekki eitthvað, einhver ráð, þar sem ég er móðir tveggja barna. Og að lokum vann samkennd með vinkonu minni og ég fór þarna vitandi að kærasti hennar er heima. Svo komst ég að því að hann er ekki eins slæmur og illgjarn og fólk lýsti honum, þvert á móti hann er mjög hlýr og góður maður.

​

Kenndi þessi saga þér eitthvað? Að ef einhver talar illa við þig um einhver sem þú þekkir ekki, þá getur þú myndað þér skoðun og sú skoðun getur verið fordómafull. Hefur það breytt einhverju hjá þér? Ætlarðu að reyna að hlusta ekki á skoðanir annara fyrr en þú kynnist viðkomandi?

Ég lenti í svipuðum aðstæður með stelpu sem ég vann með. Ég hafði heyrt margar og allskonar slæmar sögur um hana þegar ég byrjaði að vinna á vinnustað sem ég er að vinna núna. Við byrjuðum að vinna saman og ég hélt fjarlægð við hana, var efins um hana, en eftir nokkurn tíma kom í ljós að hún er heiðarleg, góð stelpa sem felur ekkert. Í dag erum við góðar vinkonur og ég myndi aldrei segja neitt slæmt um hana vegna þess að ég þekki hana vel.

​

Heldurðu að þú hafir ekki fengið tvær kennslustundir á ævinni um fordóma?

Já, vissulega var lærdómurinn sá að það er ekki þess virði að hlusta á neinn, þú þarft bara að kynnast þessari manneskju og mynda þér síðan skoðun hvernig sú manneskja er í raun. En stundum eru aðstæður þannig að maður heyrir eitthvað og vill ekki tala við einstakling, því þá hefur viðkomandi allt of margar neikvæða staðreyndir um þessa manneskju.

 

Czy byłeś uprzedzony?

Tak, mogę opowiedzieć historię o niedawno zaistniałej sytuacji...

 

Moja przyjacióÅ‚ka wÅ‚aÅ›nie urodziÅ‚a dziecko, byÅ‚am bardzo uprzedzona do jej chÅ‚opaka, ponieważ mój kolega  opowiadaÅ‚ mi o mojej koleżanki chÅ‚opaku, różnego rodzaju negatywne rzeczy, wiÄ™c nie chciaÅ‚am tam jechać. MartwiÅ‚am siÄ™ jednak o koleżankÄ™ i postanowiÅ‚am jÄ… odwiedzić, chciaÅ‚am sprawdzić, czy nie potrzebuje czegoÅ›, żadnej rady, bo jestem mamÄ… dwójki dzieci. W koÅ„cu zwyciężyÅ‚a empatia do mojej przyjacióÅ‚ki i pojechaÅ‚am tam wiedzÄ…c, że jej chÅ‚opak jest w domu. Wtedy dowiedziaÅ‚em siÄ™, że nie jest tak zÅ‚y i zÅ‚oÅ›liwy, jak go ludzie opisujÄ…, wrÄ™cz przeciwnie, jest bardzo ciepÅ‚ym i życzliwym czÅ‚owiekiem.

​

Czy ta historia ciÄ™ czegoÅ› nauczyÅ‚a? Å»e ktoÅ› źle mówiÅ‚ o kimÅ›, kogo nie znasz, miaÅ‚eÅ› uprzedzenia. Czy to w tobie zmieniÅ‚o? Czy spróbujesz nie sÅ‚uchać opinii innych, dopóki ich nie spotkasz?

MiaÅ‚am podobnÄ… sytuacje z dziewczynÄ…, z którÄ… pracowaÅ‚am. SÅ‚yszaÅ‚am o niej wiele i wiele różnych zÅ‚ych historii, kiedy zaczÄ…Å‚em pracować w miejscu pracy, w którym teraz pracujÄ™. ZaczÄ™liÅ›my razem pracować, miaÅ‚am do niej dystans, byÅ‚am wobec niej sceptyczna, ale po jakimÅ› czasie okazaÅ‚o siÄ™, że jest uczciwÄ…, dobrÄ… dziewczynÄ…, która niczego nie ukrywa. DziÅ› jesteÅ›my dobrymi przyjacióÅ‚mi i nigdy nie powiedziaÅ‚abym o niej nic zÅ‚ego, ponieważ dobrze jÄ… znam.

​

Czy myÅ›lisz, że nie miaÅ‚eÅ› w życiu dwóch lekcji na temat uprzedzeÅ„?

No na pewno to były lekcje ze nie warto nikogo słuchać tylko po prostu trzeba poznac ta osobo I wtedy dopiero wyrobic sobie opinie jaka ona naprawde jest.

Ale niekiedy sÄ… takie sytuacje że czÅ‚owiek kiedyÅ› coÅ› usÅ‚yszy I nie chce siÄ™ do tej osoby odzywać, mieć z niÄ… kontaktu bo czÅ‚owiek wtedy ma już zbyt wiele negatywnych faktów na temat tej osoby.

Þetta nafn er skáldað þar sem viðkomandi vildi ekki koma fram undir nafni. 

To imię zostało wymyślone, ponieważ osoba chciała być anonimowa.

bottom of page