Hvað getur þú gert?
Zaktualizowano: 23 kwi 2021
Það er margt sem þú getur gert, allt frá mótmælum til heiðarlegra samtala við vini, fjölskyldu og sjálfan þig.
Á tímum þegar kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur og íslamófóbía er að aukast í Evrópu, upplifaminnihlutahópar eins og múslimar og flóttamenn fyrir því að orð um trú þeirra og uppruna séu notuð í niðrandi tilgangi. Það er sorglegt að við séum að ala upp ungu kynslóðina með tilfinningu um samþykki fyrir útilokun og hatri á öðru fólki. Einnig er mikilvægt að öll börn af öllum uppruna læri og stundi jafnræði. Menntun er besta tækið til að berjast gegn kynþáttafordómum og mismunun og byggja upp samfélög án aðgreiningar. Börn geta og ætti að kenna jafnrétti, virðingu og umburðarlyndi.
Við ættum að kenna börnum frá unga aldri um samkennd og skilning. Við verðum að vera tilbúin að tala um vandamálin sem fólk lendir í einungis vegna þess að það er með dökkan húðlit. Það ætti ekki að meðhöndla efni rasisma eins og það sé bannorð. Við þurfum að tala um vandamálið til að hjálpa börnum að skilja heiminn og óréttlæti hans.
Það þarf að vekja Íslendinga til umhugsunar um viðhorf og áhrif kynþátta. Við greinum okkur á milli, við köllum okkur útlendinga. Það vottar fyrir hræðslu Íslendinga við innflytjendur, til dæmis um að það komi allt of margir innflytjendur, þau eru hrædd við önnur trúarbrögð sem lítil vitneskja er um meðal Íslendinga eins og Íslam. Þess vegna þarf að veita öllum nægilegar upplýsingar og fræða þjóðina. Við verðum að vera umburðarlynd, sýna þolinmæði og skilning fyrir ágreiningi. Það er virðing fyrir tilfinningum annarra, skoðunum, óskum, viðhorfum, siðum og hegðun, jafnvel þó að þær séu algjörlega frábrugðnar eigin eða algerlega andstæð þeim. (Baldur Baldursson, 2006).
Við ættum að taka þátt í að læra um menningu og lífsskilyrði annara, leita að tækifærum til samskipta, einnig við þá sem við sættum okkur ekki við. Þökk sé áhuga okkar höfum við tækifæri til að vernda þá gegn illa ígrunduðum og skaðlegum ákvörðunum. Við verðum að vera kærleiksrík, vera góð við hvort annað og þá deyr rasismi.
„Kynþáttafordómar eru hatursform. Við sendum það áfram til unga fólksins okkar. Þegar við gerum það, erum við að ræna börn sakleysi þeirra. “ - Ruby Bridges

50 tilvitnanir í kynþáttafordóma til að hvetja til þátttöku allra. (e.d.). Sótt þann 20. feb.2021 af https://is.midmichiganboxerrescue.org/racism-quotes-2172
Birgir Baldursson. (2006, 13. desember). Hvað er umburðarlyndi? Sótt þann 6. mars, 2021 af https://www.vantru.is/2006/12/13/08.00/
Comments